Færsluflokkur: Bloggar
22.5.2009 | 03:31
HUGVEKJA I
Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp?
Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar.
Amen.
Bæn: Ó, Guð þinn anda gefðu þinn,
er glæðir kærleik, von og trú,
og veit hann helgi vilja minn,
svo vilji eg það, sem elskar þú.
Í lífi okkar skiptast á skyn og skúrir. Stundum er logn, en stormar geysa oft á tíðum. Lífið er eins og skóli, þar sem við nemum og lærum, þar til yfir líkur. Hver er sá, sem við höfum sett traust okkar á?
Einn er sá, sem bregst aldrei. Hjálp vor kemur frá Honum einum, en Hann notar einnig menn í þjónustu sinni.
Já, hjálp vor kemur frá Drottni, skapara vorum og endurlausnara. Grímur Thomssen kemst svo að orði í þessum sálmversum sínum:
Hvað hjálpar þér í heimsins glaumi,
að heiminum verðurðu ekki að bráð,
þá berast lætur lífs með straumi
og lystisemdum sleppir taumi, -
hvað hjálpar, nema Herrans náð?
Og þegar allt er upp á móti,
andinn bugaður, holdið þjáð,
andstreymisins í ölduróti
allir þó vinir burtu fljóti,
Guðs er þó eftir gæzka og náð.
Hver dugar þér í dauðans stríði,
er duga ei lengur mannleg ráð,
þá horfin er þér heimsins prýði,
en hugann nístir angur og kvíði, -
hvað dugar, nema Drottins náð?
Hér er Drottni treyst af heilum huga. Enginn hjálpar sem Drottinn. Og þótt heimurinn bregðist, bregst Drottinn aldrei.
Heimurinn bregst og sakfellir, en Drottinn hjálpar og sýknar. Hjálpræðisverk Drottins ber hæst, er Drottinn Jesús, sem fæddist hér á jörðu á hinum fyrstu jólum, dó á krossi fyrir syndir vorar, og fullnaði sigur sinn yfir syndinni og dauðanum með upprisu sinni.
Hjálp vor kemur frá þeim Drottni, sem skapaði okkur í sinni mynd og endurleysir, og endurskapar okkur í Kristi Jesú. Öll höfum við syndgað og þurfum daglega á Drottni að halda og Hans hjálp. En við skulum vinna að því, að láti ekki heiminn ná að spilla okkur. Vissulega berum við mynd heimsins að meira eða minna leiti, meðan við erum í heiminum. En við skulum daglega endurnýjast í Drottni og meðtaka Hans hjálp, náð og miskunn. Þá berum við sífellt meira og meira Hans mynd. Bænalífið er hér lykilatriði, til að lifa og þjóna Drottni, og þá ekki síst að biðja fyrir þeim, sem sjúkir eru sem og þeim sem erfitt eiga á einn eða annan hátt; þó alltaf fyrst og fremst fyrir eilífri sáluhljálp náungans.
Drottinn er góður Guð miskunnseminnar, en ekki hinn grimmi guð miskunnarleysisins. Hann gerir sér ekki mannamun. Allir eru jafnir fyrir Drottni. Hann mismunar ekki, eins og heimurinn gerir.
Hjálpræði Drottins er óendanlegt í Jesú Kristi. Og Drottinn notar ófullkomna menn, karla sem konur, í þjónusti sinni, að hjálpa öðrum, hver sem staða þeirra og stétt er. Þeir eru síður en svo fullkomnir, en samt vinna þeir kærleiksverk í víngarði Drottins. Og kærleiksverk Drottins geta allir unnið, hver sem stétt þeirra og staða er. Guð blessi sérstaklega alla þá, sem eru farvegir líknandi og frelsandi náðar Guðs. Guð blessi alla okkar meðbræður og systur, nær sem fjær.
Einn af ávöxtum kristinnar kærleikstrúar er, að sjúkir og aldraðir hafa notið umönnunar og líknar, og björgunrar, nær sem fjær. Ein fegurstu dæmin sjáum við ekki síst hjá mannvininum og kristniboðslækninum Albert Schweitzer, sem reisti sjúkrahús í Mið-Afríku og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld; sama er að segja um Móður Theresu, að ógeymdu líknarstarfi systranna, nær sem fjær, sem m.a. reistu hér sjúkrahús í upphafi síðusta aldar sem og Hringssytrunum, sem enn þann dag í dag vinna að varðveislu og uppbyggingu barnaspítala. Og allt það óeigingjarna og vanmetna starf, sem heilbrigðisstéttirnar vinna nú í dag, þ.m.t. störf björgunarfólks, slökkviliðs- og sjúkraflutningamannsins, lögreglumannsins, bráðaliðins, og önnur störf ummönnunar, uppeldis, og sálgæslu, starf prestsins, kristniboðans og kennarans, og svo má lengi halda áfram að telja; í raun nær sem fjær; hér er m.a. um að ræða þau gildi kristins og siðaðs mannféls, sem mölur og ryð fær ekki eytt. Nú er þessum ávöxtum sérstaklega ógnað, í afkristnun og afsiðun mannfélagsins í dag, sem veður fram með guðleysið og siðblinduna eina að vopni; ekki bara á Íslandi, heldur um víða veröld, vegna þess, að byggt hefur verið allt of mikið á sandi heimshyggjunnar, í stað hinnar kristnu kærleikstrúar aldanna.
Og í dag heyrast háværar raddir um ,,hið nýja Ísland, og á hvaða hugarstefnum skuli byggja það upp á ný. Vissulega hefur auðæfaoflætið beðið skipbrot, en lausnin til endurreysnar landinu, og í raun gjörvallri veröldinni, er ekki mannleg hugarstefna, sem byggir á sandi heimshyggjunnar, sem síðan er skreytt alls kyns fögrum orðum, eins og t.d. ,,jafnrétti eða ,,mannéttindi. Og undurleg eru þau ,,mannréttindi og ,,jafnrétti, sem eru ekki meiri í raun, að efni og innihaldi, en svo, að þau ná t.d. ekki til lífs og verndar hins ófædda barns. Hugum frekar að hugsjón aldmótakynslóðar síðustu aldar, og afkomendum þeirra, þar sem byggt var á hinni kristnu kærleikstrú aldanna, þar sem gengið var fram til varðveislu og endurreysnar lands og þjóðar, og jafnframt sem sú skynsemi, sem Guð gefur hverju mannsbarni, var höfð til hliðsjónar. Varðveisla og uppbygging síðastliðinnar aldar á Íslandi var því, almennt séð, byggð á bjargi þeirrar kristnu kærleikstrúar, sem aldrei má þverra, sem formæður og forfeður okkar hafa varðveitt öld eftir öld, annars væri kirkjan ekki til í dag. Og forsætisráðherra þjóðarinnar má ekki í einlægni biðja þjóðinni og landinu Guðs blessunar, fyrir hinni grimmu heimshyggju guðleysisins. Guð blessi hins vegar fráfarandi forsætisráðherra og gefi honum fullan bata og heilsu á ný. Guð blessi hann, og aðra þá, sem reynt hafa, og munu reyna, að leiða þjóðina, á erfiðum tímum, þá, sem treyst hafa Guði og unnið með það að leiðarljósi, að opna fyrir þá náð Drottins, sem ein hjálpar, í bæninni, sem er lykillinn að Drottins náð. Guð blessi Ísland.
Opnum hjörtu vor fyrir Drottni Jesú Kristi, og meðtökum Hann sem okkar persónulega frelsara. Hér er um eilífa sáluhjálp að ræða. Iðrums og þjónum Honum. Meðtökum Hans náð og hjálpræði; alla Hans hjálp, sem Hann af sínum óendanlega kærleika vill veita okkur öllum, hverjum og einum einstaklingi, mannfélagi voru, bæði nær sem fjær. Órjúfanlegt samhengi er milli kristniboðs og kristilegrar hjálparstarfsemi, sem sagan hefur sannað okkur og gerir enn í dag. Já, meðtökum náð og hjálpræði Drottins, sem mun síðan fullnast á himnum, er Hann tekur okkur til sín heim, upp þangað, þar sem kærleikurinn er allt í öllu. Þá mun sorg snúast í fögnuð, þar sem verða endurfundir ástvina heima hjá Guði.
Amen.
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.3.2009 | 06:23
Stjórnlagaþing mikilvægara en lífsnauðsynleg þjónusta, sem varðar m.a. almannavarnir?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.3.2009 | 02:04
Varðveisla kristinnar trúar aldanna, og ávaxta hennar
Við skulum vinna að því að varðveita hina kristnu kærleikans trú aldanna og ávexti hennar, eins og gert hefur verið öld af öld, annars væri kirkjan ekki til í dag, og er ekki síður nauðsynlegt í dag, í skeytingarleysi nútímans. Það er einmitt hin gamla og góða kærleikstrú aldanna, grundvölluð á bjargi aldanna, koningi konunganna, konungi kærleikans, Jesú Kristi. Meðal ávaxtanna er, að sjúkir hafa notið líknar, nær sem fjær. Og hér kemur kristniboðsskipunin skýrt inn í, í beinu framhaldi, að kristna allar þjóðir og gjöra alla að lærisveinum Jesú Krists. Órofa samhengi er milli kristniboðsins, og kristilegrar hjálparstarfsemi, nær sem fjær. Vinnum að því að svo verði áfram, gegn miskunnarleysi heimsins, sem þrengir mjög að þessari kristnu kærleikstrú aldanna og þeim ávöxtum, sem af henni af leitt, og þá ekki síst þeirri líknsemi, sem varðar umönnun sjúkra og björgun mannslífa. Órofa samhengi er milli eilífrar sáluhjalpar mannsins, björgunar mannslífa og umönnunar sjúkra. Líknarþjónusta til handa þeim sjúku, er einn þessara ávaxta, en hún verður að byggjast á þeim gildum, sem mölur og ryð fær ekki eytt, þeirri kærleikstrú aldanna, er varðar umönnun sjúkra og björgun mannslífa, grundvallað á lækninum góða, Jesú Kristi, en ekki þeim gildum mammons og auðæfaoflætis, sem nú þegar hefur valdið mannfélagi okkar sem og öðrum mannfélögum, stórskaða, eins nefnt var hér á undan. Vinnum að því að kristin kærleikstrú blómstri, en ekki botnlaus heimshyggja heiðindómsins og auðæfaoflætisins.
Einn af ávöxtum kristinnar kærleikstrúar er, að sjúkir og aldraðir hafa notið umönnunar og líknar, og björgunrar, nær sem fjær. Ein fegurstu dæmin sjáum við ekki síst hjá mannvininum og kristniboðslækninum Albert Schweitzer, sem reisti sjúkrahús í Mið-Afríku og starfaði þar sem kristniboðslæknir í rúma hálfa öld; sama er að segja um Móður Theresu, að ógeymdu líknarstarfi Kaþólsku systranna, nær sem fjær, sem m.a. reistu hér sjúkrahús í upphafi síðusta aldar sem og Hringssytrunum, sem enn þann dag í dag vinna að varðveislu og uppbyggingu barnaspítala. Og allt það óeigingjarna og vanmetna starf, sem heilbrigðisstéttirnar vinna nú í dag, þ.m.t. störf björgunarfólks, slökkviliðs- og sjúkraflutningamannsins, lögreglumannsins, bráðaliðins, og önnur störf ummönnunar, uppeldis, og sálgæslu, starf prestsins, kristniboðans og kennarans, og svo má lengi halda áfram að telja; í raun nær sem fjær; hér er m.a. um að ræða þau gildi kristins og siðaðs mannféls, sem mölur og ryð fær ekki eytt. Nú er þessum ávöxtum sérstaklega ógnað, í afkristnun og afsiðun mannfélagsins í dag, sem veður fram með guðleysið og siðblinduna eina að vopni; ekki bara á Íslandi, heldur um víða veröld, vegna þess, að byggt hefur verið allt of mikið á sandi heimshyggjunnar, í stað hinnar kristnu kærleikstrúar aldanna. Hér má heldur ekki gleyma ómetnlegu kristniboðs- og hjálparstarfi Hjálpræðishersins, Samhjálpar o.s.frv.
Ef bágur efnashagur hefði ráðið ferðinni varðandi fyrrnefnd líknarstörf, og tíðarandinn ráðið ferðinni, - en veraldleg fátækt var þá meiri en nú, andstætt því er varðar hina andlegu fátækt, - hefði ekkert orðið af þeim; það hefði ekki svarað kostnaði, miðað við tíðarandann í dag. Grundvallarspurningin er því þessi: Ætlar mannfélagið að byggja á sandi tíðarandns og siðblindu hans, eða byggja á bjargi aldanna, með náð, líkn og miskunn Drottins að leiðarljósi, í varðveislu og uppbyggingu kristinnar kærleikstrúar aldanna, þar sem hvert mannslíf sem og eilíf sáluhjálp þess, þar sem þeim fjársjóði er safnað, sem mölur og ryð fær aldrei grandað, er tekið fram yfir forgengilegan auð, sem mölur og ryð fær eytt.
Og gleymum hér ekki hinu óeigngjarna- og vanmetna starfi sjómannssins, sem hefur ekki síst lagt björg í bú mannfélagsins. Það eru kaldar kveðjur, sem sjómenn og fjölskyldur þeirra sérstaklega fá frá stjórnvöldum, þar sem segja á upp að minnsta kosti þremur þyrluflugmönnum Landhelgisgæslunnar, og kemur hér enn frekar í ljós skeytingarleysi tíðarandans, og þá ekki heldur síst gagnvart björgunarstörfum.
Það að biðja fyrir hinum sjúka, og að hann njóti líknar, umönnunar og björgunar, nær sem fjær, er sitt hvor greinin á sama vínviði þess alkærleika, sem Jesús Kristur er, konungi konunganna, konungi kærleikans, Drottins vors og Frelsara, sem gaf okkur öllum líf sitt, fæddist hér á jörðu niðri á hinum fyrstu jólum, frelsaði og læknaði sjúka, og dó á krossi vegna okkar synda og misgjörða, og fullnaði sigur sinn yfir dauðanum, með upprisu sinni. Myndist gjá milli greinanna, er voðinn vís, eins og komið hefur á daginn. Nákvæmlega sama gildir varðandi fangann sem og aðra þá, sem í nauðum eru staddir, á einn eða annan hátt, andlega sem efnislega.
Í ár eru liðin 110 ár frá stofnun KFUM. og KFUK. Á þeim tímamótum, langar mig ekki síst að minnast mannvinarins og æskulýðsleiðtogans Bjarna Eyjólfssonar, sem var einn af brautryðjendum þessa kristilega kærleiksstarfs hér á landi. Hann sýndi það í verki, að hann var lifandi farvegur frelsandi og líknandi náðar Guðs í Kristi Jesú, einkum ungdómnum, með bænalífið að leiðarljósi, þess lykils að óendlanlegri náð og miskunn Drottins í Kristi Jesú. Bjarni Eyjólfsson er eitt fegursta dæmi hins sanna lærisveins Drottins Jesú Krists, sem gefur Drottni Jesú alla dýrðina. Hann er fögur fyrirmynd hins einlægna, sannkristna manns, sem gaf Kristi Jesú allt sitt líf, öðrum til frelsunar og blessunar. Blessuð sé minning hans.
Opnum hjörtu vor fyrir Jesú Kristi, og meðtökum Hans Heilaga Anda. Allir eru fyrirhugaðir til eilífrar sálauhjálpar og eilífs lífs í Kristi Jesú. Þá munum við að lokum hljóta þann dýrðarsveig á himnum, sem aldrei mun dvína, og dvelja um eilífð hjá Honum, sem gaf líf sitt til lausnargjalds, svo við öll mættum eignast eilíft líf, og lifa jóla- og páskagleði þá, sem tekur aldrei enda. Amen.
Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur hefur embættispróf í guðfræði frá HÍ., og hefur rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 04:31
Niðurskurður í heilbrigðisþjónustunni, einkum á LSH.
Ég vil lýsa yfir miklum vonbrigðum og áhyggjum á þeim mikla niðurskurði, sem nú á að fara fram varðandi ummönnun sjúkra og björgun mannslífa, og þá ekki síst á LSH., sem getur beinlínist ógnað lífi og heilsu sjúklinga, eins og einkum hefur komið fram í fréttum Ríkisútvarpsins. Þegar illa árar, reynir fyrst fyrir alvöru á siðferðisvitund mannfélagsins. Hér er um að ræða einn af dýrmætustum arfi kristinnar kærleikstrúar aldanna. Hin óeigingjörnu störf heilbrigðisstéttanna, hafa ekki verið virt sem skyldi, þar með talin störf sjúkraflutningamannsins, bráðaliðans, sjúkrahússprestsins, og svo mætti lengi telja. Nú ætti allt starfsfólk LSH. sem og allir þeir er tengjast þeirri starfsemi, ásamt skjólstæðingum og velunnurum, að slá skjaldborg um sjúkrahúsið, eins og gert var varðandi starfsemi St. Jósefsspíla í Hafnarfirði.
Ólafur Þórisson, cand. theol. Höfundur hefur embættispróf í guðfræði frá Háskóla Íslands, og hefur rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar