24.1.2010 | 00:53
HUGVEKJA: MATTEUSARGUÐSPJALL, 24. KAP., VERS 34-36 OG 40:
Í Matteusarguðspjalli, 24. kapítula, versum 34-36 og 40, stendur ritað:
Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: ,Komið þér, hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims. Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.
Konungurinn mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.
Bæn: Ó, Guð þinn anda gefðu þinn,
er glæðir kærleik, von og trú,
og veit hann helgi vilja minn,
svo vilji eg það, sem elskar þú.
Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta; þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka; gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín. Hér eru dýrstu fjársjóðir og ávextir kristinnar sáluhjálplegrar kærleikstrúar taldir upp. Einn þeirra er, að vitja hins sjúka. Hvað er að vitja? Samkvæmt dýpsta skilningi kristinnar sáluhjálplegrar kærleikstrúar aldanna, hefst vitjun til hins sjúka í bæninni, þar sem opnað er fyrir frelsandi og líknandi náð og miskunn Guðs, í Kristi Jesú, til handa þeim sjúka. Þetta sýndi Jesús sjálfur í lífi sínu, bæði þegar Hann lagði hendur yfir sjúka, en einnig þegar Hann mælti fyrir í bæn fyrir hinum sjúka, (t.d. þegar Hann læknaði son hundraðshöfðingjans). Bænin er hér grundvöllurinn, eða öllu heldur lykillinn að þeirri óendanlega náð og miskunn Drottins, í Kristi Jesú, sem gaf líf sitt til lausnargjalds, dó á krossi þeim dauða, sem við höfðum kallað yfir okkur, sigraði dauðann, og fullnaði þann sigur með upprisu sinni frá dauðum. Hér komum við að kjarna kristinnar kærleikstrúar aldanna, þar sem einn af ávöxtunum er, að sjúkir hafa notið umönnunar og líknar. Sú umönnun og líkn byggist á bænalífinu, síðan bætast við bein líknarstörf og umönnun, þar sem hins sjúka er vitjað, hvort sem er í heimahús eða á sjúkrahúsum. Og síðast en ekki síst að vitja sinna nánustu sem og annarra.
Vitjunin hefst í og með bæninni, sem er lykillinn að frelsandi og líknaði náð Drottins. Þessa heildarmynd verðum við að hafa, til að sjá bjargtraustan grundvöll þess, að sjúkir njóti áfram líknar og miskunnar, annars vegar fyrir bænina, og hins vegar fyrir beina líknarþjónustu og umönnun.. Loks kemur svo að því að vitja hins sjúka, eins og Jesús sýndi sjálfur, t.d. er Hann kom að sjúkrabeði tengdamóður Símonar Péturs; en Hann hafði beðið fyrir henni. Hér er um að ræða þá óendanlegau miskunn og náð Drottins, sem miðlað er síðan til hins sjúka. Bænin er hér grundvallaratriði, eða öllu heldur lykillinn að grundvellinum, sem er eilíf frelsandi og líknindi náð Drottins, í Kristi Jesú, og vanti þann grundvöll, er ekki von á góðu. Nákvæmlega á þennan hátt byggðu kaþólsku systurnar upp líknarstarfsemi sína á byrjun síðustu aldar; vissulega fylgi þessu líknarstarfi kostnaður, sem var samt af skornum skammti, sem hins vegar var nýttur til hins ýtrasta. Náð Drottins og bænin var þeim að leiðarljósi, grundvallað á konungi kærleikans, Kristi Jesú. Sama er að segja um líknarverk Móður Theresu og Alberts Scwheitzers. Og í raun einnig áframhaldandi uppbygging líknarþjónustunnar hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar, t.d. með stofnun sjúkrasamlags, sem nýtt var á sem bestan og skynsamlega hátt. Líknarþjónustan, þ.e. umönnun sjúkra og björgun mannslífa, verður að byggast áfram á bjargi aldanna, annars er voðinn vís, eins og komið hefur á daginn, ekki bara hér á landi, heldur víða um hinn vestræna heim; hvað þá í þeim löndum, þar sem fátækt er hvað mest, eins og í Afríku, Asíu og víðar, og var ekki á bætandi. Og kristniboðsskipunin á hér heldur betur við, fyrr var þörf, nú nauðsyn. Ef afkristnunin heldur áfram og ekki er hugað að okkar minnstu meðbræðrum og systrum í hinum vestræna heimi, hvað verður þá um þau fjarlægu raunabörn; þau munu þá ekki njóta nokkurrar líknarþjónustu, sem neinu nemur, auk þeirra fjölda milljóna, t.d. í Afríku, og þá ekki síst barna, sem munu verða hungurmorða, ofan á hinar milljónirnar, sem þegar hafa fengið að deyja Drottni sínum, vegna skeytingarleysis hinna efnaðri þjóða. Hér kemur enn skýrar fram, hversu mikils er um vert, að rjúfa ekki samhengið milli kristniboðs og kristilegrar hjálparstarfsemi, og nær sem fjær. Okkur kemur við sem kristnum einstaklingum neyð meðbræðra vorra og systra, hvort sem þau standa okkur allra næst, eru í nágrenninu, eða hvort heldur þau búi í 10 km. eða 4000 km. fjarlægð frá okkur. Og við megum heldur ekki gleyma að líta okkur næst, einnig varðandi þá fátækt, sem leitt hefur af hinni andlegu fátækt mannfélagsins, sem bitnar síðan á þeim, er síst skyldi. Skeytingarleysi og siðblinda tíðaranda nútímans má ekki ná hér rótum, né annars staðar. Guðlaust líf leiðir ekki aðeins af sér líkamlegan dauða, heldur einnig andlegan; þ.e. ógnar eilífri sáluhjálp náungans, sem er vissulega það alvarlegasta í þessu. Ef til vill erum við komin aftur á byrjunarreyt. Er land vort frekar orðið að kristniboðsakri, frekar en að teljast kristið land? En þá er um að gera að byggja upp og að endurreysnin sé byggð á bjargi aldanna, en ekki tíðaranda hvers tíma, og leggja þess meiri ásherslu á hina sönnu innviði þjónustunnar til handa hinum sjúku og þeirra, sem eru í nauðum á einn eða annan hátt; eða eins og forstöðumaður Samhjálpar sagði, að aldrei sem fyrr hafi verið eins mikil þörf á að varðveita og efla velferðarþjónustuna sem nú, einmitt í þeim aðstæðum, sem við blasa í dag. Hin kristnu sjónarmið lýsa eins og ljós í myrkri grimmrar og skeytingarlausrar heimshyggju, sem byggist á botnlausum forarpytti guðlauss miskunnarleysisins. Endurreysn sjúkrasamlags kæmi hér að fullum notum, til að tryggja óskerta líknar- og mannúðarþjónustu, til handa öllum, óháð stétt og stöðu og óháð efnahag, og nýta fé til líknar- og velferðarþjónustunnar á sem allra besta hátt, án nokkurs niðurskurðar til þjónustunnar sjáfrar.
Ef bágur efnashagur hefði ráðið ferðinni varðandi fyrrnefnd líknarstörf, og tíðarandinn ráðið ferðinni, - en veraldleg fátækt var þá meiri en nú, andstætt því er varðar hina andlegu fátækt, - hefði ekkert orðið af þeim; það hefði ekki svarað kostnaði, miðað við tíðarandann í dag. Grundvallarspurningin er því þessi: Ætlar mannfélagið að byggja (líf sitt) á sandi tíðarandns og siðblindu hans, eða byggja (líf sitt) á bjargi aldanna, með náð, líkn og miskunn Drottins að leiðarljósi, í varðveislu (og uppbyggingu) kristinnar kærleikstrúar aldanna, þar sem hvert mannslíf sem og eilíf sáluhjálp þess, þar sem þeim fjársjóði er safnað, sem mölur og ryð fær aldrei grandað, er tekið fram yfir forgengilegan auð, sem mölur og ryð fær eytt, og stefna þar með lífi sínu, samborgara sinna og annarra, í bráða lífshættu og neyð, og stefna eigin (eilífri) sáluhjálp í voða, miðað við orð Drottins Jesú Krists. Þannig er dæmdur sakamaður, sem gerir iðrun, í betri málum, en ,,heiðarlegur nútímamaður, sem byggir á sandi tíðarandans, sem telur iðrunar ekki þörf; samanber iðrun ræningjans við hlið Jesú á krossinum: Og Jesús sagði við hann: ,,Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís. (Lúk. 23. kap., vers 43). Og allir eru fyrirhugaðir, frá grunvöllun heims, til eilífs lífs í Kristi Jesú. Hinir réttlátu muna fara til eilífs lífs, það er allir þeir, sem meðtaka, og hafna ekki eilífu hjálpræði Guðs, í Drottni vorum Jesú Kristi til eilífs hjálpræðis, og leifa Kristi Jesú að lifa í sér og öllu sínu lífi; lifa í iðrun og helgun.
Það að biðja fyrir hinum sjúka, og að hann njóti líknar og umönnunar, nær sem fjær, er sitt hvor greinin á sama vínviði þess alkærleika, sem Jesús Kristur er, konungi konunganna, konungi kærleikans, Drottins vors og Frelsara, sem gaf okkur öllum líf sitt, fæddist hér á jörðu niðri á hinum fyrstu jólum, frelsaði og læknaði sjúka, og dó á krossi vegna okkar synda og misgjörða, og fullnaði sigur sinn yfir dauðanum, með upprisu sinni. Myndist gjá milli greinanna, er voðinn vís, eins og komið hefur á daginn. Nákvæmlega sama gildir varðandi fangann sem og aðra þá, sem í nauðum eru staddir, á einn eða annan hátt, andlega sem efnislega, samkvæmt orðum Jesús Krists, Hans, sem kemur aftur, og tekur sína elskuðu og blessuðu föður síns til sín í himinn sinn, þar sem ekki er til framar sorg, sjúkdómar, né nokkur þrenging né þjáning, heldur eilíf gleði og fögnuður, í Ríki Hans, (hinum nýja himni og hinn nýju jörð, þar sem dagur rennur ei framar), þar sem ríkir eilíf jóla- og páskagleði heima hjá Guði, við hlið konungs kongunna, Drottins Jesú Krists, í Heilögum Anda, þar sem verða endurfundir ástvina.
Amen.
Biðjum. Himneski Faðir, við felum þér nú á sérstakan hátt, alla þá einstaklinga, sem eiga erfitt, fyrir sjúkum, föngum, fátækum, og öðrum sem þjást, nær sem fjær. Kom þú með þína frelsandi og líknandi náð og miskunn til hvers og eins þeirra, lækna þá og bæt úr hverju böli, fyrir Jesú Krist, Drottin vorn og Frelsara.
Amen.
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Og þá mun konungurinn segja við þá til hægri: ,Komið þér, hinir blessuðu föður míns, og takið að erfð ríkið, sem yður var búið frá grundvöllun heims. Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.
Konungurinn mun þá svara þeim: ,Sannlega segi ég yður, það allt, sem þér gjörðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gjört mér.
Bæn: Ó, Guð þinn anda gefðu þinn,
er glæðir kærleik, von og trú,
og veit hann helgi vilja minn,
svo vilji eg það, sem elskar þú.
Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta; þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka; gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín. Hér eru dýrstu fjársjóðir og ávextir kristinnar sáluhjálplegrar kærleikstrúar taldir upp. Einn þeirra er, að vitja hins sjúka. Hvað er að vitja? Samkvæmt dýpsta skilningi kristinnar sáluhjálplegrar kærleikstrúar aldanna, hefst vitjun til hins sjúka í bæninni, þar sem opnað er fyrir frelsandi og líknandi náð og miskunn Guðs, í Kristi Jesú, til handa þeim sjúka. Þetta sýndi Jesús sjálfur í lífi sínu, bæði þegar Hann lagði hendur yfir sjúka, en einnig þegar Hann mælti fyrir í bæn fyrir hinum sjúka, (t.d. þegar Hann læknaði son hundraðshöfðingjans). Bænin er hér grundvöllurinn, eða öllu heldur lykillinn að þeirri óendanlega náð og miskunn Drottins, í Kristi Jesú, sem gaf líf sitt til lausnargjalds, dó á krossi þeim dauða, sem við höfðum kallað yfir okkur, sigraði dauðann, og fullnaði þann sigur með upprisu sinni frá dauðum. Hér komum við að kjarna kristinnar kærleikstrúar aldanna, þar sem einn af ávöxtunum er, að sjúkir hafa notið umönnunar og líknar. Sú umönnun og líkn byggist á bænalífinu, síðan bætast við bein líknarstörf og umönnun, þar sem hins sjúka er vitjað, hvort sem er í heimahús eða á sjúkrahúsum. Og síðast en ekki síst að vitja sinna nánustu sem og annarra.
Vitjunin hefst í og með bæninni, sem er lykillinn að frelsandi og líknaði náð Drottins. Þessa heildarmynd verðum við að hafa, til að sjá bjargtraustan grundvöll þess, að sjúkir njóti áfram líknar og miskunnar, annars vegar fyrir bænina, og hins vegar fyrir beina líknarþjónustu og umönnun.. Loks kemur svo að því að vitja hins sjúka, eins og Jesús sýndi sjálfur, t.d. er Hann kom að sjúkrabeði tengdamóður Símonar Péturs; en Hann hafði beðið fyrir henni. Hér er um að ræða þá óendanlegau miskunn og náð Drottins, sem miðlað er síðan til hins sjúka. Bænin er hér grundvallaratriði, eða öllu heldur lykillinn að grundvellinum, sem er eilíf frelsandi og líknindi náð Drottins, í Kristi Jesú, og vanti þann grundvöll, er ekki von á góðu. Nákvæmlega á þennan hátt byggðu kaþólsku systurnar upp líknarstarfsemi sína á byrjun síðustu aldar; vissulega fylgi þessu líknarstarfi kostnaður, sem var samt af skornum skammti, sem hins vegar var nýttur til hins ýtrasta. Náð Drottins og bænin var þeim að leiðarljósi, grundvallað á konungi kærleikans, Kristi Jesú. Sama er að segja um líknarverk Móður Theresu og Alberts Scwheitzers. Og í raun einnig áframhaldandi uppbygging líknarþjónustunnar hér á landi á fyrri hluta síðustu aldar, t.d. með stofnun sjúkrasamlags, sem nýtt var á sem bestan og skynsamlega hátt. Líknarþjónustan, þ.e. umönnun sjúkra og björgun mannslífa, verður að byggast áfram á bjargi aldanna, annars er voðinn vís, eins og komið hefur á daginn, ekki bara hér á landi, heldur víða um hinn vestræna heim; hvað þá í þeim löndum, þar sem fátækt er hvað mest, eins og í Afríku, Asíu og víðar, og var ekki á bætandi. Og kristniboðsskipunin á hér heldur betur við, fyrr var þörf, nú nauðsyn. Ef afkristnunin heldur áfram og ekki er hugað að okkar minnstu meðbræðrum og systrum í hinum vestræna heimi, hvað verður þá um þau fjarlægu raunabörn; þau munu þá ekki njóta nokkurrar líknarþjónustu, sem neinu nemur, auk þeirra fjölda milljóna, t.d. í Afríku, og þá ekki síst barna, sem munu verða hungurmorða, ofan á hinar milljónirnar, sem þegar hafa fengið að deyja Drottni sínum, vegna skeytingarleysis hinna efnaðri þjóða. Hér kemur enn skýrar fram, hversu mikils er um vert, að rjúfa ekki samhengið milli kristniboðs og kristilegrar hjálparstarfsemi, og nær sem fjær. Okkur kemur við sem kristnum einstaklingum neyð meðbræðra vorra og systra, hvort sem þau standa okkur allra næst, eru í nágrenninu, eða hvort heldur þau búi í 10 km. eða 4000 km. fjarlægð frá okkur. Og við megum heldur ekki gleyma að líta okkur næst, einnig varðandi þá fátækt, sem leitt hefur af hinni andlegu fátækt mannfélagsins, sem bitnar síðan á þeim, er síst skyldi. Skeytingarleysi og siðblinda tíðaranda nútímans má ekki ná hér rótum, né annars staðar. Guðlaust líf leiðir ekki aðeins af sér líkamlegan dauða, heldur einnig andlegan; þ.e. ógnar eilífri sáluhjálp náungans, sem er vissulega það alvarlegasta í þessu. Ef til vill erum við komin aftur á byrjunarreyt. Er land vort frekar orðið að kristniboðsakri, frekar en að teljast kristið land? En þá er um að gera að byggja upp og að endurreysnin sé byggð á bjargi aldanna, en ekki tíðaranda hvers tíma, og leggja þess meiri ásherslu á hina sönnu innviði þjónustunnar til handa hinum sjúku og þeirra, sem eru í nauðum á einn eða annan hátt; eða eins og forstöðumaður Samhjálpar sagði, að aldrei sem fyrr hafi verið eins mikil þörf á að varðveita og efla velferðarþjónustuna sem nú, einmitt í þeim aðstæðum, sem við blasa í dag. Hin kristnu sjónarmið lýsa eins og ljós í myrkri grimmrar og skeytingarlausrar heimshyggju, sem byggist á botnlausum forarpytti guðlauss miskunnarleysisins. Endurreysn sjúkrasamlags kæmi hér að fullum notum, til að tryggja óskerta líknar- og mannúðarþjónustu, til handa öllum, óháð stétt og stöðu og óháð efnahag, og nýta fé til líknar- og velferðarþjónustunnar á sem allra besta hátt, án nokkurs niðurskurðar til þjónustunnar sjáfrar.
Ef bágur efnashagur hefði ráðið ferðinni varðandi fyrrnefnd líknarstörf, og tíðarandinn ráðið ferðinni, - en veraldleg fátækt var þá meiri en nú, andstætt því er varðar hina andlegu fátækt, - hefði ekkert orðið af þeim; það hefði ekki svarað kostnaði, miðað við tíðarandann í dag. Grundvallarspurningin er því þessi: Ætlar mannfélagið að byggja (líf sitt) á sandi tíðarandns og siðblindu hans, eða byggja (líf sitt) á bjargi aldanna, með náð, líkn og miskunn Drottins að leiðarljósi, í varðveislu (og uppbyggingu) kristinnar kærleikstrúar aldanna, þar sem hvert mannslíf sem og eilíf sáluhjálp þess, þar sem þeim fjársjóði er safnað, sem mölur og ryð fær aldrei grandað, er tekið fram yfir forgengilegan auð, sem mölur og ryð fær eytt, og stefna þar með lífi sínu, samborgara sinna og annarra, í bráða lífshættu og neyð, og stefna eigin (eilífri) sáluhjálp í voða, miðað við orð Drottins Jesú Krists. Þannig er dæmdur sakamaður, sem gerir iðrun, í betri málum, en ,,heiðarlegur nútímamaður, sem byggir á sandi tíðarandans, sem telur iðrunar ekki þörf; samanber iðrun ræningjans við hlið Jesú á krossinum: Og Jesús sagði við hann: ,,Sannlega segi ég þér: Í dag skaltu vera með mér í Paradís. (Lúk. 23. kap., vers 43). Og allir eru fyrirhugaðir, frá grunvöllun heims, til eilífs lífs í Kristi Jesú. Hinir réttlátu muna fara til eilífs lífs, það er allir þeir, sem meðtaka, og hafna ekki eilífu hjálpræði Guðs, í Drottni vorum Jesú Kristi til eilífs hjálpræðis, og leifa Kristi Jesú að lifa í sér og öllu sínu lífi; lifa í iðrun og helgun.
Það að biðja fyrir hinum sjúka, og að hann njóti líknar og umönnunar, nær sem fjær, er sitt hvor greinin á sama vínviði þess alkærleika, sem Jesús Kristur er, konungi konunganna, konungi kærleikans, Drottins vors og Frelsara, sem gaf okkur öllum líf sitt, fæddist hér á jörðu niðri á hinum fyrstu jólum, frelsaði og læknaði sjúka, og dó á krossi vegna okkar synda og misgjörða, og fullnaði sigur sinn yfir dauðanum, með upprisu sinni. Myndist gjá milli greinanna, er voðinn vís, eins og komið hefur á daginn. Nákvæmlega sama gildir varðandi fangann sem og aðra þá, sem í nauðum eru staddir, á einn eða annan hátt, andlega sem efnislega, samkvæmt orðum Jesús Krists, Hans, sem kemur aftur, og tekur sína elskuðu og blessuðu föður síns til sín í himinn sinn, þar sem ekki er til framar sorg, sjúkdómar, né nokkur þrenging né þjáning, heldur eilíf gleði og fögnuður, í Ríki Hans, (hinum nýja himni og hinn nýju jörð, þar sem dagur rennur ei framar), þar sem ríkir eilíf jóla- og páskagleði heima hjá Guði, við hlið konungs kongunna, Drottins Jesú Krists, í Heilögum Anda, þar sem verða endurfundir ástvina.
Amen.
Biðjum. Himneski Faðir, við felum þér nú á sérstakan hátt, alla þá einstaklinga, sem eiga erfitt, fyrir sjúkum, föngum, fátækum, og öðrum sem þjást, nær sem fjær. Kom þú með þína frelsandi og líknandi náð og miskunn til hvers og eins þeirra, lækna þá og bæt úr hverju böli, fyrir Jesú Krist, Drottin vorn og Frelsara.
Amen.
Ólafur Þórisson, cand. theol.
Höfundur er með embættispróf í guðfræði, og er með rétt til embættisgengis til prestsþjónustu.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Trúmál, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 00:59 | Facebook
Um bloggið
Ólafur Þórisson
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.