Stjórnlagaþing mikilvægara en lífsnauðsynleg þjónusta, sem varðar m.a. almannavarnir?

Í fréttum ríkissjónvarpsins í kvöld, mánudaginn 16. mars, kom, fram, við fyrirspurn alþingismanns Sjálfstæðisflokksins, að kostnaður við stjórnlagaþing, yrði rúmir tveir milljarðar króna.  Í fréttinni var þessi háa upphæð loks réttilega borin saman við hina háu upphæð, sem skera á niður til Landsspítalans.  Meðan ekki er mögulegt að halda uppi mannsæmandi þjónustu gagnvart veiku fólki, sem flest af því er margbúið að borga fyrir þjónustana í sköttum, og t.d. er ekki lengur hægt að halda uppi þyrluþjónustu Landhelgisgæslunnar, sem sérstaklega stefnir lífi sjómannsins í hættu, virðist vera mögulegt í flottræfishætti núvernandi stjórnvalda, að halda uppi mjög dýru stjórnlagaþingi, með lýðskrum og fallegar innihaldlausar lýsingar, að leiðarljósi.  Jafnvel í góðæri, væri hér um flottræfishátt að ræða, sem úthugsað væri fyrir örfá gæðinga.  Á meðan landsmenn eru margir hverjir að missa allt sitt, geta núverandi sjórnvöld verið svo siðblind í flottræfishætti sínum. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands, nr. 33, frá 17. júní 1944, er lýðræðisleg stjórnarskrá, og á henni hafa verið gerðar breytingar,  með frumvarpi til stjórnskipunarlaga;  nái frumvarpið samþykki þingsins, ber að rúfa Alþingi og stofna að nýju til almennra kosninga.  Vel væri hægt að breyta lögum á þann hátt, að samhliða alþingiskosningum, væri greidd atkvæði með eða á móti hinum nýju stjórnskipunarlögum, til samþykktar eða synjunar.  Og þetta þyrfti að gera með fosjá, ekki ekki að ana að neinu, því hinn menningarsögulegi grundvöllur stjórnskipunar hér á landi, verður að þróast hægt og sígandi, annars er bæði fullveldi og sjálafstæði lýðveldisins Íslands, stefnt í voða.  Og ef stjórnlagaþing á einhvern tímann rétt á sér, er það við aðrar aðstæður en í dag, þegar ekki er lengur mögulegt af núverandi stjórnvöldum, að veita á mannsæmandi hátt lífsnauðsynlega þjónstu, sem varða líf og dauða fólks.  Og núverandi stjórnvöld hafa nánast ekkert gert, til að tryggja hag heimlanna og fyrirtækjanna í landinu; auk þess að vega gróflega að allri lífnauðsynlegri þjónustu í landinu, sem fyrr hefur verið nefnt, þar sem í raun er vegið að almannavörnum.  Það hefði eitthvað verið sagt, ef fyrri stjórnvöld, hefðu framgengið á ofangreindan hátt.  Þá hefði verið mótmælt, og það með miklum hávaða og látum.  En nú sitja stjórnvöld, sem hafin eru yfir allt, andstætt þeirri lýðræðisstjórn, sem fram hefur gengið af ábyrgð og festu, en fengið bágt fyrir, á mjög ómaklegan hátt;  nú gildir aðeins hinn svokallaði ,,pólitíski réttrúnaður", þar sem almenningur skiptir engu máli lengur; litið er á mennskt fólk sem dauða hluti eða tölur.  Nú er vegið að lífi og heilsu eldri borgarar þessa lands, ásamt öðrum þeim, sem veikir eru, þ.m.t veikum börn.  Þá er einnig vegið gróflega að öryggi sjómanna, með uppsögnum þyrluflugmanna hjá Landhelgisgæslunnu, af ótrúlega siðblindum og miskunnarlausum valdhöfum hins ,,pólitíska rétttrúnaðar".  Og ekkert er mótmælt.  Guð gefi, að þjóðin vakni af þyrnirásarsvefni.  Guði sé lof að kosið verði í vor.  Og þá hafa landsmenn kost á, að kjósa á lýðræðislegan hátt; kjósa talsmenn lýðræðisins, og þar með kjósa burt hinn ,,pólitíska réttrúnað" ólýðræðislegra stjórnarhátta.  Guð blessi Ísland og Íslenska þjóð.
 
Ólafur Þórisson, cand. theol.  Höfundur hefur embættispróf í guðfræði frá HÍ. og hefur rétt til embættisgengis til prestsþjónustu. 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Ólafur Þórisson

Höfundur

Ólafur Þórisson
Ólafur Þórisson
Guðfræðikandídat

Bloggvinir

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband